rasmus-smedstrup-mortensen-7_-qBXwDnSM-unsplash.jpg

Labbað og rabbað með frænda

Mýrdalur er sveitin mín. Í Mýrdalnum dvaldi ég í æsku, bæði hjá afa, ömmu og frænku í Vík og mörg sumur í sveit. Þetta er sveitin þar sem jökullinn, landið og sjórinn fallast í faðma. Sveitin þar sem mannlífið hefur þróast undir hættulegum eldfjöllum og við hafnlausa strönd. Hér hafa jöklar og eldfjöll mótað náttúruna og eru sístarfandi við þá iðju nótt sem dag.

Þú hefur eflaust heyrt um þessa sveit, um 160 km austur af Reykjavík á suðurströndinni. Og líklega ekið um þjóðveginn og staldrað við á fáeinum þekktum ferðamannastöðum eins og Reynisfjöru, Víkurfjöru og Dyrhólaey. En það leynast margir aðrir áhugaverðir staðir á svæðinu sem fáir sækja og njóta. Þú getur leitað þá uppi og notið. Ef þú vilt fá leiðsögn og aðstoð getur þú leitað til Frænda.

Það er vel þess virði þegar þú kemur í Mýrdalinn, að hægja á ferðinni og huga að því sem ekki er svo áberandi frá þjóðveginum eða í auglýsingum fyrir ferðmenn.

Labbað og rabba’ með frænda“ býður upp á ferðir þar sem lögð er áhersla á að komast í snertingu við náttúruna, söguna og lífið með því að heimsækja vel valdar náttúrperlur Mýrdals. Frændi forðast fjölmenna áningarstaði og leggur áherslu á að þátttakendur fái tækifæri til að komast í beina snertingu við náttúruna. Sem þátttakandi muntu læra meira um náttúruna sem og lífið og sögu fólksins, sem um aldir hefur búið undir einu öflugasta eldfjalli Íslands, Kötlu.

Þessu til viðbótar má geta þess að Frændi fer árlega í júlí í 5 daga göngu um Þjórsárver og fer reglulega með hópa upp á Snæfellsjökul.

Það er víða hægt að fara og njóta. Frændi er sveigjanlegur í takt við óskir þeirra sem til hans leita.


Mynd eftir Ruslan Valeev á Unsplash

Miðlungserfið gljúfraganga 3-4 klst. til 1/2 dags ferð sem má lengja í dagsferð með fjallgöngu.

Eitt vað er á leiðinni. Þátttökugjald er 9.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur.

Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn.

Létt fjallganga, 3-4 klst.

Þátttökugjald 9.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur. *

Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn.

Miðlungserfið fjallganga, 3-4 klst.

Þátttökugjald 9.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur.

Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn.

fullsizeoutput_4cdb.jpeg

Miðlungserfið ganga um heiði meðfram Skógá og Kvernu, 5-6 klst.

Þátttökugjald 10.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur.

Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn.

Frá Skógum yfir Fimmvörðuháls í Þórsmörk

Löng og erfið dagsferð sem þarf að samhæfa við rútuferð frá Þórsmörk.

Þátttökugjald 30.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur, auk rútuferðar úr Þórsmörk.

Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn.


  • Börn og ungmenni undir 18 ára og yngri greiða ekki gjald.

  • Veittur er afsláttur fyrir hópa með fleirum en fjórum fullorðnum þátttakendum.

  • Frændi talar auk íslensku ensku og dönsku / norsku / sænsku sem og spænsku. Hann getur líka bjargað sér á einfaldri þýsku.

  • Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til Tryggva Felixsonar: tryggvi@myuncle.is eða hringið í síma 699 2682.